Símon

Hann Egill minn hefur eignast vin. Hann heitir Simon er bara rúmlega 2 ára. Simon á mömmu frá Króatíu og pabba frá Rússlandi, en sjálfur fæddist hann í New York. Simon skilur króatísku, rússnesku, og ensku en talar voðalega lítið. Honum er líka alveg sama þó að Egill tali lítið. Þeir bara herma eftir hvor öðrum, skiptast á bílum og hlæja. Símoni virðist líka alveg sama þó að Egill hlaupi allt í einu í burtu eða standi stundum alltof nálægt honum, eins og hann sé að rannsaka í honum augun.

Egill gerir krúttlegustu og jafnframt undarlegustu hluti. Þegar hann var búin að biðja mig um að hjálpa sér að taka í sundur bílinn sem hann var að leika við á leikvellinum í dag og ég búin að segja nei, gekk hann upp að ókunnugri konu, stóð alltof nálgæt henni, leit upp og sagði ‚help me‘ mjög alvarlegur. Þegar konan byrjaði að tala um eitthvað og sýndi sig ekki líklega til að hjálpa honum að taka í sundur bílinn, fann hann næsta mann og sagði ‚help please‘. Egill notar bara tvö orð í einu.

Þrátt fyrir allar bækurnar og greinarnar sem ég hef lesið um einhverfu þá finnst mér samt erfitt að átta mig á þessari einhverfu hans Egils. Egill er mjög langt frá því að vera félagsfælinn, hann hefur mikla þörf fyrir samskipti og nánd. En aðferðir hans við að eiga í samskiptum eru oft pínu skrítnar, sérstaklega við fólk sem hann þekkir lítið. Suma daga hef ég pínu áhyggjur af honum en flesta daga er ég samt bara aðalega glöð að eiga glaðan strák.

This entry was posted in Einhverfa. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *